Image

PRENTUN Í YFIR 30 ÁR

Um Prentþjónustu Vesturlands

Prentþjónusta Vesturlands veitir fjölbreytta þjónustu og aðstoð við prentun og hönnun ásamt uppsetningu prentgripa. Við tökum að okkur verkefni af ýmsu tagi.

Sem dæmi um verkefni fyrir fyrirtæki og félagasamtök má nefna: Dreifibréf, bæklingar, plaköt, nafnspjöld, skýrslur, tímarit, tækifæriskort, vinnunótur og reikningseyðublöð.

Sem dæmi um verkefni fyrir einstaklinga má nefna: Myndaalbúm, plaköt, boðs-, jóla- og önnur tækifæriskort, dagatöl, nafnspjöld, söngskrár og sálmaskrár.

Prentþjónusta Vesturlands er með í notkun fjórar stafrænar prentvélar sem prenta á margar gerðir og þykktir af pappír í allt að 450x320 mm stærð
- ásamt frágangsbúnaði af ýmsu tagi, svo sem öflugum Polar-Mohr pappírshníf, Morgana UFO brotvél, upptökuvél með broti og heftingu og kápulímingavél.

 

Sagan

Prentþjónusta Vesturlands var stofnuð í ársbyrjun 2021 en byggir á gömlum grunni allt frá 1990. Eigendur Prentþjónustu Vesturlands eru feðginin Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir.

Upphafið má rekja til þess að hjónin Brynja Harðardóttir og Skúli Ingvarsson stofnuðu Fjölritunarstofuna í Borgarnesi árið 1990. Olgeir Helgi hóf rekstur Frétta- og útgáfuþjónustu í Borgarnesi árið 1992. Árið 1999 kaupir Olgeir Helgi ásamt Theodóru Þorsteinsdóttur eiginkonu sinni Fjölritunarstofuna af Brynju og Skúla og sameina fyrirtækin undir heitinu Fjölritunar- og útgáfuþjónustan.

Samfara stofnun Prentþjónustu Vesturlands í ársbyrjun 2021 var Heiður Hörn Hjartardóttir grafískur hönnuður á Bjargi við Borgarnes ráðin til að hanna nýtt logo fyrir fyrirtækið ásamt nýju grunnútliti á heimasíðu og auglýsingum.

Um leið var samið við Aron Hallsson hjá Netvöktun í Borgarnesi um að setja upp heimasíðu fyrir Prentþjónustu Vesturlands á léninu www.prentvest.is þar sem fram koma helstu upplýsingar um fyrirtækið og þjónustuna. Viðskiptavinir hafa auk þess möguleika á að setja upp eigin prentverk og panta prentun á þeim.

Það er eigendum Prentþjónustu Vesturlands mikið ánægjuefni að geta sótt þessa góðu þjónustu í heimabyggð. Og eins og sést er árangurinn með miklum ágætum.

 

Image

Staðsetningin

Í byrjun var Fjölritunar- og útgáfuþjónustan á jarðhæð hússins að Borgarbraut 49 í Borgarnesi.

Fljótlega flutti starfsemin í rýmra húsnæði á Borgarbraut 55, um 60 m2, sem leigt var af fatahreinsuninni Múlakot.

Sumarið 2004 var starfsemin flutt  í um 200 m2 húsnæði í sama húsi á Borgarbraut 55 þar sem áður hafði verið trésmiðjan Brák og var síðar smurstöð og dekkjaverkstæði. Það húsnæði var leigt af Kaupfélagi Borgfirðinga.

Í júní sumarið 2005 var starfsemin flutt í eigið húsnæði eigenda – Kveldúlfsgötu 23, neðri hæð og er þar enn til húsa.